Þann 25. janúar 1934 strandaði fisktökuskipið Edda út af Bakka á Mýrum. Heimilisfólkið á Borg og Bakka vaknaði við hávaða í beljunum sem bauluðu á móti skipsflautunni. Allir skipverjar, sautján talsins, komust lífs af. Skipsbrotamennirnir dvöldu á Borg, Bakka og Flatey. Flestir þeirra voru ekkert slasaðir, en eitthvað var um smávægileg meiðsli. Eftir nokkurn tíma var hafist handa við að tæma skipið. Munirnir voru seldir á uppboði og skipið sjálft átti nokkra eigendur yfir langt tímabil, að lokum var það þó rifið í brotajárn. Þetta var mjög gott strand, það nýttist nærri því allt úr skipinu og ekkert mannfall varð. Fólk úr sveitinni fékk ýmis búsáhöld, auk þess sem það fékk að smakka ýmist góðgæti, ávexti og sælgæti. Margir smökkuðu til dæmis appelsínur í fyrsta sinn.
Skaftfellingur 1979 og Heiður Sigurgeirsdóttir, 28. október 2022.