Suðursveit
Sögur
Ég fermdist 1965 í Suðursveit. Þá þurfti að fara suður í Suðursveit og í kirkjuna þar. Þetta var heilmikið ferðalag, vondir kollóttir malarvegir og ég var alltaf bílveik.
Við fermdust 22 saman og við vorum látin standa allan tímann inn í kirkjunni og fljótlega var mjög heitt inni. Allt í einu leið yfir mig og ég datt og rotaðist. Ég vissi ekkert hvar ég var og það var verið að ausa yfir mig vatni. Þarna var margt fólk og ég hélt að ég væri á balli. Ég vildi fara út og mamma fór með mig út og ég lá undir kirkjuveggnum alla athöfnina svo var ég leidd inn til að “játa”. Vinkona mín stóð við hlið mína og kreisti hönd mína þegar ég átti að segja já og ég sagði bara já, já.
Mér var ekki meint af þessari ferð en það var svo skrítið þegar við komum heim. Þar var systir pabba að hafa til kaffið fyrir veislugesti en fermingarveislurnar voru alltaf haldnar heima hjá manni, alveg sama hvað margir komu. Þegar við komum úr sveitinni opnar hún dyrnar og spyr “kom eitthvað fyrir Ástu?” Það var ekkert verið að hringja neitt á þessum árum svo það var svolítið skrítið að hún skyldi strax spyrja að þessu. Eitthvað hefur hún fundið á sér.
Fædd 1951 á Höfn og uppalin þar. Ásta Ásgeirsdóttir
Völvuleiði er leiði hjá völvu konum sem voru ekki grafnar í kirkjugarði. Völvu voru konur sem taldar hafa verið göldróttar og voru grafnar annar staðar en í vígðri mold. Það er vegna þess að fólk þótti ekki viðeigandi að þessar galdra konur væru grafnar í kirkjugörðum. Það eru allavega 4 leiði hér í sýslunni. Eitt Völvuleiði er hjá mýrum, eitt í Skálafelli sem er búið að gera girðingu utan um það, það er síðan annan í Suðursveit undir Hellnaklettum er Völvuleiði. Síðan er Völvuleiði hér á Höfn. Þar var galdra kona er sem sögð hafi búið þar og þar fundust ýmis hlutir eins og t.d. næla. Galdrakonan var grafinn sitjandi, þannig að um bátsgröf hefur verið að ræða.
Á hverju ári er messa sem kölluð er Ólafsmessa. Hún er haldin 29. júlí á dánar degi Ólafs Helga Noregskonungs. En af hverju kemur það völvuleiðunum við? Það er út af því að systir Ólafs Helgas voru sagðar vera Völva. Þegar Ólafur Helgi missti völdin í Noregi þá flúði öll fjölskylda því þau voru réttdræp. Þessi kona flúði til Íslands sem talið er og hafi komið í Suðursveitina og það eru ýmis vísbendingar að þessi kona hafi verið systir Ólafs. Þegar völvan dó þá lagði hún álög, þá sagði hún að sá prestur sem myndi vera prestur í Suðursveit myndi aldrei geta verið þar lengi. Það virtist virka því það voru engir prestar lengi í Suðursveit. Þangað til fyrir einhverja áratugum tók prestur upp á því að fara hirða Völvuleiði, slá það og halda það fínu. Þá var þessi prestur í einhverja áratugi í Suðursveit. Upp frá því þá hefur alltaf prestur í Suðursveit haldið áfram að sjá um Völvuleiði að minnsta kosti einu sinni á hverju sumri.
Gunnar Stígur Reynisson, Sóknarprestur í Bjarnanesprestakall 27.10.2022
Guðbjörg ólst upp í sveit, Skálafelli. Amma Guðbjargar sagði að það væri bannað að spila á aðfangadagskvöld, aldrei sauma og prjóna á jóladag og annan í jólum Guðbjörg fylgir því enn. Það voru klettar heima hjá Guðbjörgu og amma hennar sagði að þar ætti huldufólk heim og þar mátti aldrei hafa hátt og læddust þær alltaf fram hjá þessum klettum. Eins og flest önnur börn í sveitinni sótti Guðbjörg heimavistarskóla að Hrollaugsstöðum. Skipt var í yngri og eldri deild. Kennt var í tvær vikur í senn á tveggja vikna fresti. Í millitíðinni lærðu börn heima. Þegar krakkarnir höfðu frítíma í skólanum fóru þeir í gönguferðir og spiluðu.
Guðbjörg var 14 ára þegar hún flutti á Höfn og voru það mikil viðbrigði fyrir hana. Henni fannst mjög gaman þegar Íslendingarnir komu siglandi frá Bretlandi eftir að hafa siglt með skip, þá fékk fólk að smakka ávexti, nammi, tyggjó, föt, teppi og svo mætti lengi telja. Á unglingsárunum fór Guðbjörg oft á böll og í bíó. Þegar ekki var skipulögð félagsstarfsemi í gangi hittust krakkar á sjoppum eða löbbuðu um bæinn.