Staðfræði
Þessi vefur er ætlaður fyrir staðfræðiupplýsingar sem nýtast leiðsögumönnum og ferðamönnum. Vefurinn er sprottinn upp úr þróunarverkefni sem FAS, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og fyrirtæki í ferðaþjónustu unnu að fyrri hluta árs 2021. Verkefnið var styrkt af Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. Til að byrja með er gert ráð fyrir upplýsingum um svæði innan Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Byrjað verður á að vinna með upplýsingar um Örfasveit, svo Suðursveit og þannig koll af kolli. Til að byrja með verður áherslan einni á mannvist svo sem atvinnuhætti og samgöngur. Menningarmiðstöð Hornafjarðar er nánasti samstarfsaðili FAS við safna saman upplýsingum en einnig er gert ráð fyrir að efnisöflun verði í höndum nemenda og kennara skólans; bæði í almennu bóknámi og fjallamennskunámi.