Torfastaðir 1 170828, 801 Selfoss
165.000.000 Kr.
Lóð
13 herb.
1897 m2
165.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
11
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
173.787.000
Fasteignamat
43.576.000

Staður fasteignasala, S: 662-4422 kynnir:

Staður fasteignasala S: 662-4422 kynnir:
Jörðin Torfastaðir I fastanúmer 220-9518 og landnúmer 170828 í Grímsnes og Grafningshreppi. Einungis 11 km frá Selfossi.
Mjög áhugaverð jörð með eldri húsakosti og gefur mikla möguleika. Íbúðarhús t.d. með ellefu herbergjum og tvöföldum stórum bílskúr með smurgryfju. Auk þess er mikið ónýtt rými í kjallara og eru gluggar á því rými og því möguleikar á fleiri herbergjum Jörðin liggur upp frá Álfavatni. Jörðin er um 220 hektarar á láglendi auk eyjarinnar Vaðeyrar í Álftavatni sem er um 3 ha en um hana lá vaðið yfir vatnið. Einnig tilheyra jörðinni svokallaðir Norðurhólmar í Álftavatni nær Soginu. Tunguá liggur meðfram landareigninni að norðan. Jörðin á 50 ha fjallendi í Ingólfsfjalli í sameign með Torfastöðum II. Samantekin stærð jarðarinnar er áætluð um 273ha. Áhugaverð veiðihlunnindi. Grasgefin jörð með mikla ræktunarmöguleika. Frábært staðsetning og glæsilegt útsýni. Hér erum að að ræða mjög áhugaverða jörð fyrir fjársterkan aðila.
Veiðiréttur fyrir eina stöng fylgir jörðinni, lítið veiðihús með svefnaðstöðu fyrir fjóra  og vatnssalerni er niðri við Sogið.
Lítill reykkofi er á jörðinni og er hann staðsettur milli fjárhúsanna. Annað fjárhúsið er í sömu byggingu og fjós og skilur hlaða á milli, það fjárhús er með grindum í gólfi. Í byggingunni sem hýsir fjós og fjárhús er auk stórarrar hlöðu þrír súrheysturnar.
Eldra fjárhúsið er í ágætist standi og býður uppá marga möguleika, stór hlaða tilheyrir því.
Stór skemma er einnig á jörðinni og er hún með malargólfi, sú bygging væri t.d. mjög hentug reiðhöll.
Vélaskemma með steyptu gólfi og steyptum sökklum er einnig á jörðinni.
Útihúsin öll bjóða uppá þó nokkuð marga möguleika, t.d. í ferðaþjónustu með kaffihúsa- og gistiheimila rekstri eða sem hjólahýsa og tjaldvagnageymslur.
Kaldavatnsuppsretta í Ingólfsfjalli er í sameign með Torfastöðum II.
Á jörðunum í kring er mikið um malarn´ma og eru miklar líkur á því að hægt sé að stunda malarnám á jörðinni. 
Þar sem um er að ræða eldri húsakost leggja seljendur ríka áherslu á að væntanlegir kaupendur kynni sér eignirnar mjög vel bæði húsakost og einnig land jarðarinnar. 
Sjón er sögu ríkari, hafið samband við Sverrir Sigurjónsson í S: 662-4422 og bókið skoðun.
 

Nánari upplýsingar veita Sverrir Sigurjónsson, lögfr. í S: 662-4422, sverrir@stadur.is og Sigurður Jónsson hrl./löggiltur fasteignasali, siggi@stadur.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
 
*Stimpilgjald af kaupsamningi: 0,8% af heildar fasteignamati eignar. (0,4% þegar um er að ræða fyrstu kaup og 1.6% þegar um lögaðila er að ræða.)

*Þinglýsingargjald af: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.000 af     hverju skjali.
*Umsýslugjald fasteignasölu, sbr. kauptilboð.

Ef lán er tekið:

*Lántökugjald banka, oftast 1% af höfuðstól skuldabréfs.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.